Er mér er litið út um gluggann minn sem snýr að Laugaveginum gengur stúlknakór framhjá og staldrar fyrir framan ´leikfangaverslunina Liverpool og hefja þær þar söng.....Minn morgunn hófst á þrifum í my living quarters og hugarveltum og pælingum um að flytja um herbergi. Ég væri þá að fara í stærra herbergi EN þá missi ég að öllum þessum æðislegu gluggum sem ég er með og auðvitað er ég búin að festa stól í loftið þannig að ég veit ekki alveg....hugsa samt að ég muni enda á því að flytja um herbergi, það gæti leyst þó nokkur mál...Vikan er búin að vera frekar svona hectic í vinnu og félagslífi. Á fimmtudagskvöldið fór ég í matarboð til Söru vinkonu og þar voru ég, Rebekka, Erna, Anna Rakel og Addú og auðvitað gestgjafinn Sara. Maturin var með indversku ívafi nema hvað mexíkóska ídýfan mín og svo gerði Anna Rakel svaka góðan eftirrétt...ég át þangað til ég leið útaf í orðsins fyllstu merkingu, svaka gott. Þetta var ekkert smá skemmtileg kvöldstund með svona þvílíkum ofurbombu kvenmönnum, ef ég hef einvhern tíma efast um mig sem kvenmann og kynveru þá fékk ég staðfestingu þetta kvöld, ég er kona. Gott að eiga góðar vinkonur....Ahhh....
Andri vinur minn gaf mér svo miða á James Brown í gær þannig að stefnan er tekin á að sjá hann í kvöld og svo er Páll Óskar að spila á Mojito, allir að kíkja á diskófíling og stuð til mín. So get on up...
Ég er að lesa frekar spes en mjög góða bók sem ég svona aðeins finn sjálfa mig í , Eleven minutes eftir uppáhaldsrithöfundinn minn Paulo Coelho , hann skrifaði líka Alkemistann, .þetta er sémsagt frásögn frekar ástsjúkrar stelpu og hennar lífi og pælingum eftir að hún fer og gerist vændiskona. Ekki er þó þar með sagt að ég hafi íhugað vændi sem lífsviðurværi, en hún er með svoldið skemmtilegar og fallegar pælingar um ástina, enda skrifar þessi rithöfundur mjög fallega.
Anna Kristín er á leiðinni til mín þar sem hún er nýkomin frá Köben og keypti víst eitthvað sniðugt handa mér þar, spennó. Ég á ekkert til að fara í í kvöld, ekki neitt. Ég er að spá í að næla utan um mig tusku...grínlaust, ekkert.
Það er komið haust, það er orðið kalt úti og svaka kalt á kvöldin. Ég virðist ekki almennilega ná því að það sé komið haust, mér finnst eins og haustinu fylgir alltaf einhver ábyrgð, núna að vísu er ég jú að fara í skóla en svona samt, haustið, ég fæ alveg ný fiðrildi í magann við að segja þetta. Reyndar er nú líka eitt við haustið, svaka mikið af fólki fer að para sig saman svona eftir sumarflíng og fólk fer að vilja hafa einhvern til að kúra hjá á dimmu köldu kvöldunum og hver veit, kannski kaupa jólagjöf handa....Það er bara eitt og hið sama í mínum huga, haust og jól. Um leið og sumarið er búið heftst niðurtalning til jóla og eftir jól hefst niðurtalning til páska og svo til sumars, ég spyr, hver lifir í alvörunni í núninu?
Ég persónulega á mjög erfitt með að lifa í núinu, ég er eiginlega háð hvað verður og það sem var...nema þegar ég er ástfangin, þá bara er ég...á þeim stað á þeirri stundu og vona að hún endist að eilífu... það er deginum ljósara að með lækkandi sól dett ég inni í pælingarnar mínar, er gaman að vera með? þessar pælingar hafa nenfilega oftast verið bundnar við blaðsíður dagbókarinnar minnar og kannski trúnó hér og þar en ekki almanna lesning á netinu....hmmm.. ég samt eiginlega fíla það..
jæja Anna er komin!!! fötin mín
bless í bili
laugardagur, ágúst 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli